Velkomin á ráðningavef Olís

  • Olís er framsækið og öflugt þjónustufyrirtæki sem býður upp á góðar vinnuaðstæður við fjölbreytt og skemmtileg viðfangsefni og tækifæri til starfsþróunar. Starfsmenn eru hvattir til heilbrigðs lífernis og veitir Olís árlega fjárhagslegan stuðning til heilsueflingar.

  • Starfsmenn Olís njóta afsláttarkjara af vörum félagsins sem og af vörum ákveðinna samstarfsaðila. Allir starfsmenn verða við ráðningu félagar í starfsmannafélagi Olís, STOLÍS, og hafa í gegnum það aðgang að orlofshúsum og margvíslegri annarri afþreyingu á góðum kjörum.

  • Hjá félaginu starfa konur og karlar á öllum aldri og er leitast við að ráða í þann hóp þannig að aldursdreifing verði nokkuð jöfn og gætt er að jöfnum rétti kynjanna.


Vissir þú?

Olís hlaut nýverið gullmerki jafnlaunaúttektar PWC. Jafnlaunaúttekt felur í sér að utanaðkomandi ráðgjafar hafa gert nákvæma greiningu á stöðu launamála hjá Olís eftir kyni. Gullmerkið er staðfesting þess að hjá Olís sé ekki kynbundinn launamunur hjá þeim sem starfa í sambærilegum störfum.

Þetta er ánægjuleg niðurstaða fyrir okkur hjá Olís og í takt við starfsmannastefnu félagsins.

right content
  • Olíuverzlun Íslands hf.
  • Katrínartúni 2
  • 105 Reykjavík
  • Sími: 515 1000
  • olis@olis.is