Velkomin á ráðningavef Olís

  • Olís er framsækið og öflugt þjónustufyrirtæki sem býður upp á góðar vinnuaðstæður við fjölbreytt og skemmtileg viðfangsefni og tækifæri til starfsþróunar. Starfsmenn eru hvattir til heilbrigðs lífernis og veitir Olís árlega fjárhagslegan stuðning til heilsueflingar.

  • Starfsmenn Olís njóta afsláttarkjara af vörum félagsins sem og af vörum ákveðinna samstarfsaðila. Allir starfsmenn verða við ráðningu félagar í starfsmannafélagi Olís, STOLÍS, og hafa í gegnum það aðgang að orlofshúsum og margvíslegri annarri afþreyingu á góðum kjörum.

  • Hjá félaginu starfa konur og karlar á öllum aldri og er leitast við að ráða í þann hóp þannig að aldursdreifing verði nokkuð jöfn og gætt er að jöfnum rétti kynjanna.


Vissir þú?

Olís hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og inniheldur jafnréttisáætlun og byggist jafnlaunastefna Olís á henni. Tilgangur Olís með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kvenna og karla innan fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað. Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og aðrir starfsmenn jafnframt minntir á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, búsetu, aldurs og stöðu að öðru leyti og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu, hæfni og viðhorfum kynjanna.

right content
  • Olíuverzlun Íslands hf.
  • Katrínartúni 2
  • 105 Reykjavík
  • Sími: 515 1000
  • olis@olis.is